Ekkert verður af ferjusiglingum í sumar – en stefnan sett á sumarið 2019

Ekkert verður af áframhaldandi tilraunasiglingum farþegaferju milli Akraness og Reykjavíkur í sumar þrátt fyrir vilja beggja sveitarfélaga og Sæferða til að halda verkefninu áfram.

„Því miður tókst Sæferðum ekki að útvega ferju til verkefnisins sem uppfyllir íslenskar kröfur og því verður ekki siglt í sumar en við sjáum mörg tækifæri í flóasiglingum og viljum halda áfram að þróa þetta skemmtilega verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og stefnum á að flóasiglingar verði í boði sumarið 2019“ segir Rakel Óskarsdóttir oddviti sjálfstæðismanna á Akranesi.

Ferjan Akranes hóf siglingar þann 19. júní 2017. Um var að ræða sex mánaða tilraunaverkefni sem lauk reyndar einum mánuði fyrr þar sem ferjan var seld til Spánar. Sæferðir Eimskip sáu um reksturinn og var ferjan leigð frá Noregi.

Alls voru það rúmlega 3600 manns sem nýttu sér ferjuna þessa fimm mánuði.