Skagamaðurinn Sveinbjörn í aðalhlutverki í nýju HM lagi

Það styttist í að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefjist í Rússlandi þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í fyrsta sinn í sögunni. Skagamenn eiga einn leikmann í landsliðinu, Björn Bergmann Sigurðarson, og einnig koma Skagamenn við sögu í ýmsum hlutverkum hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Hér á Íslandi magnast spennan upp fyrir fyrsta leik Íslands gegn Argentínu en sá leikur fer fram laugardaginn 16. júní.

Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson tekur þátt í því að keyra upp stemninguna fyrir fyrsta HM leik Íslands með útgáfu á nýju stuðningslagi. Það er hljómsveitin Langt Innkast sem flytur og Sveinbjörn syngur lagið.

„HM 2018 í Rússlandi nálgast óðum og við gerðum lag og myndband til að styðja við bakið á okkar liði og tryggja hámarksárangur! Ekkert betra en rokk og fótbolti til að kæta mannskapinn og koma sér í stuð!“


Flytjandi: Langt Innkast

Söngur: Sveinbjörn Hafsteinsson
Trommur: Bassi Ólafsson
Gítar-Bassi- keys & programming: Börkur Hrafn Birgisson
Útsetning: Börkur Hrafn Birgisson
Hljóðblöndun: Börkur Hrafn Birgisson og Daði Birgisson
Mastering: Sigurdór Guðmundson
Lag og ljóð: Einar Sigurður Hreiðarsson
Myndband: Arnar Valdimarsson

 

Auglýsing