Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson voru á dögunum valdir í íslenska U16 ára landslið Íslands í knattspyrnu.
Ísland keppir á Norðurlandamótinu sem fram fer dagana 3.-12. ágúst en þjálfari liðsins er Davíð Snorri Jónsson.
Oliver Stefánsson
Ísland er í riðli með Færeyjum, Kína og Noregi og er leikjaplan þeirra hér að neðan.
Sunnudagur – 5. ágúst – 16:00
Ísland – Færeyjar
Þriðjudagur – 7. ágúst – 11:00
Ísland – Kína
Fimmtudagur – 9. ágúst – 18:00
Ísland – Noregur
Leikmenn liðsins koma frá alls ellefu félagsliðum á Íslandi og einu erlendu liði. ÍA á flesta leikmenn eða alls þrjá en alls eru fimm félög með fleiri en einn leikmann í þessum landsliðshóp.
Hópurinn er þannig skipaður:
Hákon Arnar Haraldsson, ÍA
Ísak Bergmann Jóhannesson, ÍA
Oliver Stefánsson, ÍA
Eyþór Aron Wöhler, Afturelding
Róbert Orri Þorkelsson, Afturelding
Adam Ingi Benediktsson, HK
Valgeir Valgeirsson, HK
Andri Fannar Baldursson, Breiðablik
Danijel Dejan Djuric, Breiðablik
Orri Hrafn Kjartansson, Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason, Fylkir
Kristall Máni Ingason, FC Kaupmannahöfn
Baldur Logi Guðlaugsson, FH
Davíð Snær Jóhansson, Keflavík
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Fjölnir
Jón Gísli Eyland Gíslason, Tindastóll
Elmar Þór Jónsson, Þór
Baldur Hannes Stefánsson, Þróttur
Hákon Arnar og Ísak Bergmann
Auglýsing