Skemmtilegt sjónarhorn frá Akranesi í veðurblíðunni í dag

Veðrið var með allra besta móti í dag á Akranesi. Sólin lét sjá sig, hitastigið var nálægt 10 gráðum, nánast logn og Akranes skartaði sínu fegursta.

Baldur Ólafsson var á ferðinni í dag með dróna sem flaug í um 100 metra hæð yfir Akranesi.

Hann tók þessar myndir sem sýna Akranes úr lofti frá skemmtilegu sjónarhorni.

Hér er horft yfir Akranes rétt vestan við Akranesvita.

Hér er horft yfir Kalmansvík frá gatnamótum Esjubrautar og Vesturgötu.

Húsin til hægri á myndinni eru við Esjubraut.

Hér er myndin tekin fyrir ofan neðsta hluta Vesturgötu.

Fyrrum höfuðstöðvar HB Granda eru áberandi fyrir miðri mynd.

Hér sést til suðurs yfir Breiðina, og báða vitana sem eru mjög vinsæll hjá ferðamönnum sem heimsækja Akranes.

Auglýsing