Guðbjörg Árnadóttir hlaut Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2017 fyrir framúrskarandi framlag til menningarmála á Akranesi. Á vef Akraneskaupstaðar er óskað eftir tilnefningum fyrir árið 2018.
Smelltu hér til að senda inn tilnefningu fyrir árið 2018:
Menningarverðlaunin verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem fram fer dagana 25. október – 4. nóvember.
Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaunin 2018. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefningunni.
Eftirtaldir listamenn hafa fengið menningarverðlaun Akraness
- 2017 Guðbjörg Árnadóttir
- 2016 Club 71
- 2015 Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi
- 2014 Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari
- 2013 Guðmundur Sigurðsson hagleiks- og hugsjónamaður
- 2012 Vinir hallarinnar fyrir menningar- og listalíf
- 2011 Lárus Sighvatsson fyrir starf sitt sem skólastjóri Tónlistarskólans
- 2010 Flosi Einarsson tónlistarmaður
- 2009 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness
- 2008 Bókaútgáfan Uppheimar
- 2007 Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir vegna Haraldarhúss
Auglýsing