Góðir gestir í heimsókn í Blikksmiðju Guðmundar

Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi fékk góða gesti í vikunni. Þar voru á ferðinni Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka Iðnaðarins. Sævar Jónsson eigandi Blikksmiðju Guðmundar tók á móti gestunum ásamt syni sínum Emil Sævarssyni. Frá þessu er greint á vef SI.

Fréttina má lesa í heild sinni hér.

 

Sævar, sem er formaður Félags blikksmiðjueigenda, hefur rekið Blikksmiðju Guðmundar frá því hann keypti fyrirtækið árið 2007.

Hjá fyrirtækinu starfa 11 manns og sinnir fyrirtækið bæði nýsmíði og viðhaldsverkefnum. Þeirra heimamarkaður er Akranes og nærsveitir þar með talið iðnaðarsvæðið á Grundartanga.

Á myndinni eru Sigurður Hannesson, Sævar Jónsson, Emil Kristmann Sævarsson og Kristján Daníel Sigubergsson.

Auglýsing