Mynd dagsins: Á hvaða ári var þessi mynd tekinn?

Þessi gamla loftmynd af bænum okkar Akranesi kom í ljós á dögunum við tiltekt í bílskúr í Jörundarholtinu.

Myndin sýnir glögglega þær breytingar sem hafa orðið á umhverfi Akraness frá þessum tíma.

Ekki liggur fyrir með nákvæmum hætti frá hvaða ári þessi mynd er tekinn.

Nokkrir hafa skotið á að myndin sé frá 1958 og jafnvel fyrr.

Akranes yfirlitsmynd.
Akranes yfirlitsmynd.

Talsverðar umræður eru um þessa mynd á fésbókarsíðu skagafrettir.is

Auglýsing