Þættirnir Íþróttafólkið Okkar á RÚV hafa vakið verðskuldaða athygli.
Í gær var rifjaður upp eftirminnilegur leikur frá árinu 1992 þar sem að Skagamenn koma mikið við sögu í leik gegn Val í efstu deild karla.
Bragi Bergmann var dómari í þessum mikilvæga leik en hann var með hljóðnema á sér í þessum leik.
Það er óhætt að segja að starf Braga var ekki auðvelt og allt var á suðupunkti í leiknum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bragi rifjar upp leikinn ásamt leikmönnum á borð við Skagamanninn Alexander Högnason og Salih Heimi Porca sem lék með Val á þessum tíma.
Auglýsing