„Landsmenn góðir. Komið er að LOKAÚTKALLI vegna skila veglykla og afsláttarmiða!
Mörg ykkar eigið fjármuni inni hjá Speli og við viljum að sjálfsögðu borga! Allra síðasti dagur til að skila er 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu frá Speli.
Þeir sem koma því við að líta inn hjá okkur hjá Speli á Akranesi eru hjartanlega velkomnir. Skrifstofan er opin kl. 8-17 mánudaga til fimmtudaga en kl. 8-15 á föstudögum (opið líka í hádeginu).
Aðrir noti Spalarvefinn og þjónustustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi eða póstþjónustuna.
Að gefnu tilefni:
Veglyklum og afsláttarmiðum er sem betur fer skilað inn í stríðum straumum en við viljum að enn fleiri viðskiptavinir okkar taki nú við sér og það strax. Starfsmenn Spalar eru á kafi í því frá morgni til kvölds að afgreiða erindi og borga út en höfum það alveg á hreinu að afgreiðsla tugþúsunda erinda tekur tíma.
Í grein 6.2 í samningi Spalar og viðskiptavina vegna veglykla stendur skýrt og skilmerkilega að félagið áskilji sér allt að 30 daga til endurgreiðslu. Í öllum auglýsingum Spalar í haust og hér á vefnum er eftirfarandi tekið framt:
Ef nauðsyn krefur áskilur félagið sér í einhverjum tilvikum lengri frest en 30 daga til að ljúka uppgjöri vegna þeirra aðstæðna að rekstri Spala lýkur í framhaldinu og uppgjörsmál af því tilefni skipta tugum þúsunda.
Kærir viðskiptavinir okkar geta svo flýtt fyrir okkur með því að vanda sig við skilagreinar vegna veglykla og afsláttarmiða,“ segir m.a. í tilkynningunni sem er í heild sinni á vefnum spolur.is.
Auglýsing
Auglýsing