Auglýsing
Á Akranesi eru glæsileg íþróttamannvirki víðsvegar um bæinn. Á Jaðarsbakkasvæðinu má rekja upphafið allt til ársins 1935 þegar framkvæmdir við malarvöll hófust. Sá völlur var á þeim stað þar sem að Akranesvöllur er í dag.
Annar völlur var síðan byggður þar sem að Akraneshöllin er í dag. Margir Skagamenn eiga góðar og slæmar minningar frá æfingum og keppni á þeim malarvelli. Ástand vallarins var oft gott og stundum voru aðstæður með þeim hætti að fáum myndi detta það í hug að æfa við slíkar aðstæður í dag.
Þessar myndir voru teknar fyrir rúmlega 14 árum á æfingu hjá ÍA. Eins og sjá má voru aðstæður kunnuglegar fyrir þá sem eiga minningar frá þessum velli.
Knattspyrnukonurnar létu það ekki á sig fá og gáfu allt í æfinguna sem fram fór á mjúkum, blautum og þungum malarvelli í marsmánuði 2004.
Auglýsing
Auglýsing