Myndasyrpa: Sjóbaðsfélagar á Akranesi eru afar glaðir með Guðlaugina

Auglýsing



Guðlaug við Langasand var opnuð í dag með formlegum hætti. Fjölmennur hópur sjósundsfólks tók þátt í athöfninni – og var fjöldi gesta viðstaddur eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan.

Ragnar Baldvin Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar hélt ræðu ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra.

Í máli Sævars Freys kom fram að heildarkostnaður við mannvirkið væri um 115 milljónir kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri rúmlega 70 milljónir kr.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar var einnig viðstödd en hún er frá Akranesi.

Verkefnið „Guðlaug við Langasand“ fékk á sínum tíma 30 milljóna kr. styrk. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur á bak við styrkinn sem kemur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Guðlaugin verður opin miðvikudaga og föstudaga frá 16-20 og laugardaga og sunnudaga frá 10-14.
Þessar tímasetningar verða notaðar í vetur og opnunartíminn breytist síðan þegar sól hækkar á lofti næsta vor.
Ekki verður rukkað fyrir afnot að Guðlaugu fyrst um sinn.

Hér má sjá myndbönd sem tekin voru í dag við opnunarhátíðina og einnig er myndasyrpa frá skagafrettir.is

Auglýsing




Auglýsing




Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing