Hvert var meðalverð íbúðahúsnæðis á Akranesi á árinu 2018?

Auglýsing



Fasteignaverð á Akranesi hefur hækkað umtalsvert á undanförnum misserum.

Í gögnum hjá Þjóðskrá Íslands er hægt að finna ýmsar áhugaverðar tölur.

Smelltu hér til að finna þessi gögn:

Á tímabilinu 1. janúar 2018 – 7. janúar 2019 voru alls
149 kaupsamningar í fjölbýli á Akranesi. 

Meðalstærð íbúða sem seldar voru á þessu tímabili var 106 fermetrar og meðalkaupverð rétt rúmlega 30,2 milljónir kr.

Meðalkaupverð = 30.215.919 kr.
Meðalfermetraverð = 292.870 kr.
Meðalstærð er 106,3 m2

Til samanburðar var meðalkaupverð á fjölbýli á árinu 2015 rétt tæplega 19 milljónir kr. 

Á tímabilinu 1. janúar 2018 – 7. janúar 2019 voru alls 65 kaupsamningar í sérbýli á Akranesi. Meðalstærð sérbýlis var rétt um 180 fermetrar og meðalkaupverð rétt tæplega 47 milljónir kr.

Meðalkaupverð = 46.839.231 kr.
Meðalfermetraverð = 264.166 kr.
Meðalstærð = 179,6 m2

Til samanburðar var meðalkaupverð á sérbýli á árinu 2015 rétt tæplega 31,3 milljónir kr. 

Auglýsing



Auglýsing