Akranes í sérflokki í samanburði á fjárhagsstöðu sveitarfélaga

AuglýsingAkranes, Garðabær og Seltjarnarnes eru með sterkustu fjárhagsstöðuna en þetta kemur fram í skýrslu sem Samtök atvinnulífsins birtu nýverið.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér:

Í rekstrarsamanburði 12 sveitarfélaga eru áðurnefnd sveitarfélög í sérflokki í stigatöflu sem sett er fram í skýrslunni.

Akranes skorar hæst í þessari flokkun og er með 80 stig en Seltjarnarnes kemur þar á eftir og Garðabær er í þriðja sæti.


Sveitarfélög taka til sín og ráðstafa um fimmtungi af öllum opinberum tekjum og er aðkoma þeirra að hagstjórn því nokkur.

Akranes er í 2. sæti þegar litið er á skattheimtu af hlutfall af meðaltekjum og almenn ánægja er með þjónustuna sem Akraneskaupstaður veitir. Sjá myndir hér fyrir neðan.

AuglýsingAuglýsing