Það verður nóg um að vera í Tónlistarskóla Akraness í næstu viku eða dagana 4.-8. mars. Margir spennandi viðburðir eru á dagskrá og er aðgangur ókeypis á alla viðburðina.
Margir listamenn mæta á svæðið og er dagskráin eftirfarandi.
Þriðjudaginn 5. mars. kl. 17:30. mætir Hljómsveit Bjössa Thors og Unnar Birnu með tónleikaprógram sem samanstendur af ákveðinni tegund tónlistar; Django, jazz, Blús, Swing, latin o.fl. Munu þau kynna fyrir tónleikagestum þessar ákveðnu tegundir tónlistar í tónum og tali.
Þriðjudaginn 5.og fimmtudaginn 7.mars verður námskeið á vegum Jóns Hilmars Kárasonar þar sem hann mun fara með krökkum í 1-5 bekk í spuna, sköpun og framkomu. Spunatónleikar verða haldnir í Tónbergi lok námskeiðs á fimmtudag. 7/3 kl. 16:15
Einnig verða píanótónleikar á fimmtudag kl. 17, Jacek Tosik-Warszawiak og Miroslav Hrbowski, prófessorar frá Krakow, og nemendur þeirra heimsækja skólann. Munu þau leika verk eftir pólsk tónskáld.
Tónleikar söngdeildar verða síðan kl. 18:30 á fimmtudeginum.
Allir hjartanlega velkomnir- í boði Tónlistarskólans.
Auglýsing
Auglýsing