Andri með fyrirliðabandið á afmælisdeginum í 3-0 sigri Íslands



Skagamaðurinn Andri Jónsson var fyrirliði Íslands í 3-0 sigri landsliðsins gegn Írum á Special Olympics World Games sem fram fara í Abu Dhabi. Andri fagnaði 31 árs afmæli sínu í dag og er dagurinn því eftirminnilegur fyrir Andra.

Guðmundur Hafliðason skoraði tvö mörk og Gabriel Óskar Halldórsson eitt í leiknum í dag.

Ísland hefur náð frábærum árangri í knattspyrnunni á þessu móti. Það er ljóst að Ísland leikur til úrslita um efsta sætiðá á þriðjudaginn. Lokaleikur liðsins í riðlakeppninni er á mánudaginn gegn Eistlandi.

Auglýsing



Auglýsing