Hér getur þú séð Hörð og Stefán í beinni með U-21 árs landsliðinu



Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson eru í U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem leikur gegn Tékkum í dag í undankeppni EM.

Hörður Ingi er í byrjunarliðinu en Stefán Teitur er á meðal varamanna.

Þetta er fyrsti opinberi leikurinn hjá U-21 undir stjórn Arnars Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen.

Bein útsending er frá leiknum á Youtube og er hægt að horfa á leikinn hér fyrir neðan.

 

Auglýsing



Auglýsing