Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands stendur fyrir söfnun á sjúkrarúmum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
Hollvinasamtökin voru stofnuð árið 2014 og eru nú tæplega 300 manns í samtökunum.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, er einn af stofnendum Hollvinasamtaka HVE. Hér er hann með um 900 bréf sem fóru í pósti til fyrirtækja á Vesturlandi nýverið.
Stjórn Hollvinsamtakanna hefur frá stofnun staðið í og safnað fyrir ýmsum tækjabúnaði sem gagnast öllum sem nýta sér heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi og hafa verið afhent HVE.
Frá árinu 2015 hafa samtökin safnað fyrir samtals um 65 milljónir kr.
Fyrirtæki á Vesturlandi fengu á dögunum bréf frá Hollvinasamtökunum þar sem að óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið.
Á næsta aðalfundi hollvinasamtakanna verða 5 sjúkrarúm afhent.
Þörfin er umtalsvert meiri og verður samhliða hafin söfnun á fjármunum til kaupa á 20 sjúkrarúmum, sem er að mati stjórnenda HVE forgangs verkefni í tækjakaupum stofnunarinnar.