VR greindi frá því í gær hvaða fyrirtæki á Íslandi komust á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki 2019 í árlegri könnun VR.
Skagamenn og fyrirtæki frá Akranesi komu þar við sögu.
Ritari.is, sem er með höfuðstöðvar sínar hér á Akranesi, er í hópi 15 fyrirmyndarfyrirtækja í flokki lítilla fyrirtækja. Hjónin Ingibjörg Valdimarsdóttir og Eggert Herbertsson eru eigendur Ritari.
Microsoft á Íslandi er í hópi fimm fyrirtækja ársins í flokki lítilla fyrirtækja. Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi og hjá fyrirtækinu starfa Skagamenn.
Hér má sjá lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki 2019 í hverjum stærðarflokki fyrir sig, í stafrófsröð.