Skagafréttir litu við í Brekkubæjarskóla í dag og fór í heimsókn í 6 BS. Þar hittum við eldklárar stelpur sem sigruðu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Nemendur úr Brekkubæjarskóla náðu langt í þessari keppni og fjölmargar hugmyndir náðu alla leið í úrslit keppninnar.
Regína Lea Ólafsdóttir, Sóley Líf Konráðsdóttir, Oliwia Huba, Anna Valgerður Árnadóttir, Tinna Rós Halldórsdóttir, Roksana Pawelczyk og Bríet Agnarsdóttir komust allar langt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2019.
Hér fyrir neðan er viðtal sem Skagafréttir tóku í Brekkubæjarskóla við Önnu og Oliwiu.