Akraneskaupstaður hefur staðið fyrir heilsueflingu fyrir 67 ára og eldri s.l. 10 ár.
Fram til þessa hefur sami starfsmaðurinn unnið við þetta verkefni í verkakavinnu.
Á síðasta fundi velferðar – og mannréttindaráðs var ákveðið að leggja það til að starfsmaður í 30% starfshlutfalli muni sjá um heilsueflingu aldraðra. Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir málinu.
Velferðar- og mannréttindaráð telur beiðnina samræmast hugmyndafræðinni um heilsueflandi samfélag og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2020.