Söngvarinn Sveinbjörn Hafsteinsson birti nýverið áhugavert myndband á fésbókarsíðu sinni.
Þar tekur Skagamaðurinn hið þekkta lag Vegbúinn eftir KK.
Sveinbjörn tók lagið upp í svokölluðum „“ á Snæfellsnesi sem er á jökulhálsinum á milli Arnarstapa og Ólafsvíkur.
„Þvílík paradís, sat þarna við hellinn með gítarinn og söng og trallaði í um 3 tíma í algeru blissi. Hitti æðislegt fólk og átti töfrastund. Það er svo æðislegt að vera í svona góðu flæði og elska sjálfan sig og aðra skilyrðislaust, átta sig á hvað skiptir máli og hvað skiptir alls engu máli ♥️Sjaldan verið betri 🥰Vegbúinn er eitt af mínum uppáhalds íslensku lögum, fæ ekki leið á að spila það og syngja,“ skrifar Sveinbjörn um þessa upplifun sína.