Skagamenn mæta Eistum í Evrópukeppni yngri liða


Dregið var í dag í Evrópumóti yngri liða í knattspyrnu karla hjá UEFA í dag.

Íslandsmeistaralið ÍA/Kára/Skallagríms frá árinu 2018 leikur gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi.

Leikirnir fara fram 2. og 23. október 2019.

Nánar um keppnina hér:

Þetta er í sjöunda sinn sem keppt er í Meistaradeild Evrópu og Evrópukeppni yngri liða. Keppnin er tvískipt eins og áður segir, stærstu félagslið Evrópu, leika í Meistaradeildinni sem 32 liðum er skipt upp í riðla.

ÍA/Kári/Skallagrímur tekur þátt í 32 liða Evrópukeppni, þar sem leikin er útsláttarkeppni

Þetta verður í fyrsta sinn sem ÍA/Kári/Skallagrímur tekur þátt í þessari keppni. Og þetta er einnig í fyrsta sinn sem lið frá Eistlandi tekur þátt.

Liðin sem taka þátt í Evrópumóti yngri liða eru hér fyrir neðan.

Eins og sjá má á þeim lista voru möguleikarnir á ævintýraferð miklir.

ÍA hefði getað fengið lið frá frá Kasakstan, Ísrael og Aserbaídsjan svo einhver dæmi séu tekin:

Real Zaragoza (Spánn)
Derby County (England)
Rennes (Frakkland)
Porto (Portúgal)
Dynamo Kyiv (Úkraína)
Young Boys (Sviss)
PAOK (Þýskaland)
Midtjylland (Danmörk)
Maccabi Petah Tikva (Ísrael)
APOEL (Kýpur)
Viitorul (Rúmenía)
Korona Kielce (Pólland)
Elfsborg (Svíþjóð)
Gabala (Aserbaídsjan)
Ludogorets (Búlgaría)
Brodarac (Serbía)
Rangers (Skotland)
FC Minsk (Hvíta-Rússland)
Astana (Kasakstan)
Sogndal (Noregur)
Domžale (Slóvenía)
Slovan Bratislava (Slóvakía)
Sheriff Tiraspol (Moldavía)
Shkëndija Tiranë (Alabanía)
ÍA Akranes (Ísland)
MTK Budapest (Ungverjaland)
KF Shkëndija (Makedónía)
Honka (Finnland)
Bohemians (Írland)
Zrinjski (Bosnía)
Liepāja (Lettland)
Levadia Tallinn (Eistland)

Liðin sem eru í Meistaradeild yngri liða hjá UEFA eru:

A-riðill: Paris Saint-Germain (Frakkland), Real Madrid (Spánn), Club Brugge (Belgía), Galatasaray (Tyrkland)

B-riðill: Bayern München (Þýskaland), Tottenham Hotspur (England), Olympiacos (Grikkland), Crvena zvezda (Serbía)

C-riðill: Manchester City (England), Shakhtar Donetsk (Úkraína), GNK Dinamo (Króatía), Atalanta (Ítalía)

D-riðill: Juventus (Ítalía), Atlético Madrid (Spánn), Bayer Leverkusen (Þýskaland), Lokomotiv Moskva (Rússland)

E-riðill: Liverpool (England), Napoli (Ítalía), Salzburg (Austurríki), Genk (Belgía)

F-riðill: Barcelona (Spánn), Borussia Dortmund (Þýskaland), Internazionale Milano (Ítalía), Slavia Praha (Tékkland)

G-riðill: Zenit (Rússland), Benfica (Portúgal), Lyon (Frakkland), RB Leipzig (Þýskaland)

H-riðill: Chelsea (England), Ajax (Holland), Valencia (Spánn), LOSC Lille (Frakkland)