Fjölmennni á „smá-sundmóti“ ÍA og Aftureldingar


Yngsta sundfólkið úr röðum ÍA steig sín fyrstu skref á keppnisferlinum á þriðjudaginn á smámóti ÍA og Aftureldingar.

Keppnin fór fram í innilauginni í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Keppendur voru allir 10 ára og yngri. Mótið var sett upp fyrir byrjendur sem eru að hefja keppnisferilinn.

Alls tóku 45 keppendur þátt. Keppnisgreinarnar voru tvær, skriðsund og bringusund, og voru syntar tvær ferðir í þeim keppnum.

Smámót verður á dagskrá á Akranesi á næstu vikum og stefnt er að halda tvö slík mót til viðbótar á nýju ári í samvinnu við Aftureldingu.