„Pylsan í hléinu það áhugaverðasta við leikinn“


Enska knattspyrnan er ekki oft til umfjöllunar á skagafrettir.is en þessi saga er of góð til að sleppa henni.

Hallgrímur Viðar Arnarson er í fámennum en kraftmiklum hópi stuðningsmanna enska liðsins Southampton. Hann fór í „pílagrímsferð“ með syni sínum til Southampton s.l. föstudag þar sem hann var viðstaddur leik sinna manna gegn Leicester. Hallgrímur Arnar segir þannig frá ferðinni.

Við feðgarnir voru á þeim sögulega leik á síðastliðnum föstudag þar sem mínir menn töpuðu 0-9 á móti Leicester. Minn fyrsti leikur með mínum mönnum í 15 ár og farið var í ferðina út af fertugs afmæli mínu. Það áhugaverðasta við ferðina var klárlega pylsan sem ég borðaði í hléinu. Annars var leikurinn óáhugaverður fyrir mig sem Saints aðdáenda í 38 ár í alla staði. 😂😂😂

Hallgrímur Viðar er af miklum Skagaættum en afi hans og nafni var Hallgrímur Viðar Árnason húsasmiður, oft kallaður Halli í sjoppunni og síðar Halli popp. Hallrímur Viðar yngri á ömmu á Skaganum, hina eldhressu Sigurbjörgu Halldórsdóttur.

Harpa Hallgrímsdóttir er því móðir Hallgríms Viðars – og það má leiða að því líkum að Árni Þór Hallgrímsson, frændi hans eigi þátt í því að Hallgrímur Viðar Arnarson haldi með Southampton.