Leikmenn ÍA/Kára/Skallagríms eru í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn í 2. umferð UEFA Unglingadeildarinnar í knattspyrnu í 2. flokki karla.
Fyrri leikurinn fór fram á miðvikudaginn á Víkingsvellinum í Fossvogi.
Mótherjar Íslandsmeistaraliðs ÍA/Kára/Skallagríms voru Englandsmeistaralið Derby County í aldursflokknum 18 ára og yngri.
Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Derby County en síðari leikurinn fer fram 26. nóvember á heimavelli enska liðsins.
ÍATV var með beina útsendingu frá leiknum og hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leiknum.