Vinir Kidda Jens og Kári blása til styrktarleiks í Akraneshöll laugardaginn 7. des


„Vinir Kidda Jens“ verða með viðburð á laugardaginn í Akraneshöllinni þar sem að knattspyrnulið Kára og ÍBV eigast við í styrktarleik fyrir Kristinn Jens Kristinsson.

Leikurinn hefst kl. 15:00 laugardaginn 7. desember

Árið 1999 greindist Kiddi Jens með æxli í hné og fór þá í sína fyrstu aðgerð. Þetta sagði Kristinn í viðtali við skagafréttir.is í lok ársins 2017. 
„Í fyrstu var talið að ég væri með skemmdan liðþófa. Ég fór í slíka aðgerð en þegar ég vaknaði sýndi læknirinn mér eitthvað hvítt sem var á stærð við kartöflu. Ég hélt að þetta væri liðþófinn en þá var þetta æxlið í hnénu. Þetta var upphafið og frá þeim tíma hef ég farið á fjórða tug aðgerða og óteljandi lyfja og sprautumeðferðir. 
Þetta er krabbamein sem lýsir sér þannig að æxli vaxa í beinunum á mér og þá þarf að skera þau burt. Þau er góðkynja en samt illkynja því þau hætta aldrei að vaxa og dreifa sér. Þau ógna beinunum, brjóta sér leið í gegnum bein og brjósk, og það sér ekki fyrir endann á þessu.“

Þeir sem vilja styðja við bakið á Kidda Jens geta gert það með ýmsum hætti.

Styrktarmiði á sjálfan leikinn: 2000 kr.

Innifalið í miða er kaffihlaðborð og happdrættismiði, en verðmæti vinninga er vel á fjórða hundrað þúsund.

Einnig er hægt að kaupa fleiri happdættismiða á 1000 kr. stk.

Smelltu á myndina til að kaupa happdrættismiða.

Vinir Kidda Jens benda einnig á að hægt er að leggja inn frjáls framlög sem fara beint á reikning Kidda Jens.



0552-14-402440
081173-4359


Meðal happdrættisvinninga er:

1 Gjafabréf gisting og 3ja rétta Center Hotels
2 Hálsmen Dýrfinna Torfa
3 Gullmiði ÍA KFÍA
4 Grettir Jakki 66 Norður
5 Búningur og bók KSÍ
6 Búningur og bók KSÍ
7 Bakpoki með ÍA varningi ÍA
8 Bakpoki með ÍA varningi ÍA
9 Fjöskyldukort Wonders of Iceland Perlan
10 Fjöskyldukort Wonders of Iceland Perlan
11 Gullmiði Kári Kári
12 Gjafakort 5x30m í golhermi GKG
13 Umfelgun Bílar og dekk
14 Silfurmiði ÍA KFÍA
15 Konfekt og hvítvín Sponsor
16 Gjafapakki hárvörur Hárhús Kötlu
17 Gjafabréf 10þ. Hverslun
18 Gjafabréf 10þ. Hverslun
19 Eyrnalokkar Dýrfinna Torfa
20 Gjafabréf 8þ. @home
21 Silfurmiði Kári Kári
22 Gjafabréf klipping Hár-Stúdíó
23 Nocco kassi melónu Core ehf
24 Nocco kassi melónu Core ehf
25 Nocco kassi melónu Core ehf
26 Gjafabréf á golfhring Leynir
27 Gjafabréf á golfhring Leynir
28 HR lúxuskonfekt Kári
29 Gjafabréf 5þ. Gummi Ben Bar
30 Gjafabréf 5þ. Gummi Ben Bar



Málverk frá hinum eina sanna Bjarna Þór verður boðið upp í hálfleik.


http://localhost:8888/skagafrettir/2017/12/06/kiddi-jens-get-seint-thakkad-ollu-thessu-folki/