Sjáðu mörkin úr sigurleik kvennaliðs ÍA gegn ÍBV


Kvennalið ÍA sem leikur í Inkasso-deildinni, næst efstu deild í knattspyrnu, tók á móti ÍBV um s.l. helgi í æfingaleik. Vestmannaeyjaliðið leikur í PepsiMax-deildinni, efstu deild.

ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði úrvalsdeildarliðið, 4-2.

Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði tvívegis fyrir ÍA, Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir skoruðu einnig fyrir ÍA.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan í samantekt ÍATV.