Bulldog er tegund af hundarækt sem er upprunnin á Bretlandseyjum.
Það er því ekkert undarlegt að heimilishundurinn hjá Skagamanninum Dean Martin er af tegundinni English Bulldog.
Henry heitir hundurinn en Bulldogtegundinn var á sínum tíma þekkt fyrir grimmd og hugrekki.
Henry hefur líklega misst af því námskeiði sem forfeður hans eru þekktastir fyrir.
Eins og sjá má á þessu myndbandi sem Dean Martin tók í kvöld í óveðrinu sem gekk yfir Akranes í kvöld.
Útivera við slíkar aðstæður er alls ekki að heilla Henry. Hann var bara alls ekki að nenna þessu.