Það er stundum „bras“ að flytja píanó


„Það er stundum „bras“ að flytja píanó. Þetta gekk nú allt að lokum en verkefnið var krefjandi,“ segir Skagamaðurinn Guðmundur Rafn Ásgeirsson sem grípur af og til í það að flytja píanó fyrir SG flutninga í Reykjavík.

Guðmundur Rafn var ásamt þremur öðrum að glíma við það að koma um 300 kg. píanói niður þröngt stigaop í gamalli risíbúð í miðbæ Reykjavíkur.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan var ekki mikið pláss fyrir píanóið þegar kom að því að „renna“ hljóðfærinu í gegnum hurðargatið.

Eins og áður segir gekk þetta allt vel – en SG flutningar eru án efa með mestu reynsluna á landinu í flutningum á hljóðfærum af öllum stærðum og gerðum.

Guðmundur Ásgeir er fæddur árið 1971 og bjó hann hér á Akranesi sem barn- og unglingur. Foreldrar hans eru Jónína Guðmundsdóttir og Ásgeir Kristjánsson.

Hér má sjá glitta í Guðmund Rafn ef myndin prentast vel 😉
Hjónin Guðmundur Rafn og Eva Kristinsdóttir.