„Það er stundum „bras“ að flytja píanó. Þetta gekk nú allt að lokum en verkefnið var krefjandi,“ segir Skagamaðurinn Guðmundur Rafn Ásgeirsson sem grípur af og til í það að flytja píanó fyrir SG flutninga í Reykjavík.
Guðmundur Rafn var ásamt þremur öðrum að glíma við það að koma um 300 kg. píanói niður þröngt stigaop í gamalli risíbúð í miðbæ Reykjavíkur.
Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan var ekki mikið pláss fyrir píanóið þegar kom að því að „renna“ hljóðfærinu í gegnum hurðargatið.
Eins og áður segir gekk þetta allt vel – en SG flutningar eru án efa með mestu reynsluna á landinu í flutningum á hljóðfærum af öllum stærðum og gerðum.
Guðmundur Ásgeir er fæddur árið 1971 og bjó hann hér á Akranesi sem barn- og unglingur. Foreldrar hans eru Jónína Guðmundsdóttir og Ásgeir Kristjánsson.