FVA fékk „grannaslag“ í 16-liða úrslitum „Gettu betur“ spurningakeppninnar


Eins og áður hefur komið fram fór Gettu betur lið Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi örugglega í gegnum 1. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna. FVA lagði Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum 24-10.

Dregið var í 16-liða úrslitin strax að lokinni 1. umferð í kvöld.

FVA fær „grannaslag“ í 2. umferð gegn liði Borgarholtsskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Viðureignin fer fram 16. janúar.

14. janúar:

19:30 Menntaskólinn á Ísafirði -Verkmenntaskóli Austurlands
20:00 Verzlunarskóli Íslands -Menntaskólinn í Kópavogi
20:30 Fjölbrautaskóli Suðurnesja – Fjölbrautaskólinn í Ármúla
21:00 Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ


16. janúar:

19:30 Borgarholtsskóli – Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi
20:00 Menntaskólinn við Hamrahlíð – Kvennaskólinn í Reykjavík
20:30 Menntaskólinn á Akureyri – Tækniskólinn
21:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti – Menntaskólinn í Reykjavík

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/01/08/gettu-betur-lid-fva-flaug-afram-i-2-umferd/