Myndband: Björgunarfélag Akraness reddar málunum í hvassviðrinu á Akranesi


Björgunarfélag Akraness er á vaktinni í hvassviðrinu sem gengur nú yfir Akranes og landið allt.

Hér má sjá myndband frá nokkrum stöðum á Akranesi frá því í morgun þegar félagar úr Björgunarfélagi Akraness börðust við lausamuni sem voru að fjúka við hringtorgið við Þjóðbraut.

Einnig voru byggingaverktakar við Stillholt að grípa til ráðstafana vegna vinds í nýbyggingu við Stillholt 21.

Það blés hressilega við Faxabrautina og sjór gengur yfir götuna eins og sjá má.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir stöðuna á Akranesi á tímabilinu 9-10 í morgun, 14. febrúar.