„Einarsbúð“ bjargar málunum með heimsendingum


Hátt þjónustustig í versluninni Einar Ólafsson kemur mörgum til bjargar á þessum undarlegu tímum.

Í tilkynningu frá „Einarsbúð“ eru Skagamenn nær og fjær minntir á heimsendingaþjónustuna sem hefur verið eitt af einkennismerkjum verslunarinnar í marga áratugi.

Það er einfalt að panta eins og fram kemur í tilkynningunni hér fyrir neðan.

Einfalt ! Sendu okkur tölvupóst á [email protected] , við komum með vörurnar að útidyrunum og látum millifærsluupplýsingar fylgja með, matvörur, hreinlætisvörur, leikföng, skólavörur, frí heimsending Akranes og nágrenni.