Breytt verklag hjá Blikksmiðju Guðmundar


„Í ljósi þeirra stöðu sem er í dag þá höfum við ákveðið að breyta verklagi hjá okkur hér í Blikksmiðju Guðmundar. Okkar verkefni eru oft mikilvæg viðhaldsverkefni og viðhald loftræstikerfa. Við viljum því gæta eins mikils öryggis og hægt er,“ segir Emil Kristmann Sævarsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar við Skagafréttir.

„Við tökum okkar starfi alvarlega á þessum tímum, sérstaklega þar sem okkar þjónusta getur verið afar mikilvæg fyrir okkar viðskiptavini.
Má þar að nefna Heilsugæsluna HVE, Norðurál, Elkem, Akraneskaupstað og fleiri fyrirtæki á Vesturlandi sem stóla á okkur.“

Starfsmönnum í Blikksmiðju Guðmundar hefur verið skipt upp í teymi sem mætast ekki innanhúss.

„Hér er allt er sótthreisnað reglulega og gestagangur inn í fyrirtækið hefur verið stöðvaður tímabundið. Það er enn hægt að ná í okkur með ýmsum hætti, í gegnum síma eða netfangið [email protected],“ bætir Emil Kristmann við.