Hrafnar þrífast í fjölbreyttu umhverfi eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru á Akranesi um s.l. helgi.
Flestir hrafnar kjósa að gera sér hreiður í skóglendi, fjöllum eða við strendur.
Það er hinsvegar afar sjaldgjæft að hrafnar geri sér hreiður í þéttbýli – eins og þessi sem kann greinilega vel við sig í „gamla ríkinu“ þar sem að verslun ÁTVR var áður til húsa á Akranesi,.
Laupur er annað nafn yfir hreiður hjá hrafninum og eitt slíkt er í „byggingu“ á norðurgafli húsakynna „gamla ríkisins“ við Þjóðbraut.
Eins og sjá má hefur efniviðurinn í hreiðrið fokið af steyptu „syllunni“ í hvassviðrinu sem gekk yfir um s.l. helgi.
Hrafninn er stærsti spörfuglinn á Íslandi og er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hrafninn verpir á vorin 4-6 eggjum og koma ungarnir úr eggjunum eftir um þrjár vikur