Ingibjörg og Kristín fóru á kostum í „Matarboði með Evu Laufeyju“


Eva Laufey Kjaran hefur á undanförnum misserum dregið Akranes inn í sviðsljósið með skemmtilegum hætti í sjónvarpsþáttum sínum sem bera nafnið „Matarboð með Evu Laufeyju.“

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 hefur ekki verið mikið um matarboð í þessum þáttum en Eva deyr ekki ráðalaus eins og sést í þessu skemmtilega innslagi. Hún eldar einfaldlega fyrir fjölskyldu sína á heimili þeirra á Akranesi.

Dætur hennar, Ingibjörg Rósa og Kristín Rannveig, aðstoða móður sína í eldhúsinu og er óhætt að segja að sú eldri fari hreinlega á kostum í þessum þætti. Sú yngri hafði aðeins hægar um sig en sýnd að sjálfsögðu góða takta í þessu fagi líkt og móðir sín og eldri systir. Haraldur Haraldsson sambýlismaður Evu kemur einnig við sögu eins og sjá má í innslaginu.

Nánar á Visir.is – smelltu hér.