Kári stöðvaði sigurgöngu Kórdrengja í 2. deild karla

Leikmenn Kára fengu góðan stuðning í gær í Akraneshöllinni þegar topplið 2. deildar, Kórdrengir, mætti liði Kára á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Um 300 áhorfendur mættu á leikinn á afmælisdegi þjálfarans Gunnars Einarssonar.

Þetta var fjóri leikur beggja liða í 2. deildinni. Fyrir leikinn hafði lið Kórdrengja unnið allar þrjár viðureignir sínar. Kári var með eitt stig eftir þrjár umferðir.

Leikurinn var fjörugur og kraftmikill – en ekkert mark var skorað í leiknum.

Lið Kára fékk ágæt færi í leiknum, Hilmar Halldórss skaut í stöng og Einar Logi Einarsson átti skalla að marki en boltinn endaði í þverslánni.

Næsti leikur Kára er gegn ÍR í Akraneshöll næsta laugardag.

Með liði Kórdrengja leika þrír leikmenn sem hafa áður leikið með ÍA og Kára. Bræðurnir Páll Sindri og Hákon Ingi Einarssynir og Arnleifur Hjörleifsson.

Nánari upplýsingar um leikinn á urslit.net.