Covid-19 smitin hjá hópi erlendra verkamanna sem störfuðu m.a. á lóð HVE


Eins og áður hefur komið fram greindust sjö einstaklingar á Akranesi með Covid-19 veiruna um s.l helgi.

Um er að ræða erlenda verkamenn sem eru samstarfsmenn og hafa þeir m.a. starfað við framkvæmir á lóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Þessir einstaklingar eru nú í einangrun.

Í viðtali á mbl.is við Ásgeir Ásgeirsson staðgengils forstjóra kemur fram að mennirnir hafi unnið við hellulagningu á lóð heilsugæslunnar í síðustu viku.

Mennirnir voru ekki í neinum samskiptum við fólk inni í húsnæði HVE á Akranesi.

Nánar á mbl.is.