Þann 17.júlí síðastliðinn var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og Kára Arnórsson ehf um að reisa burðarvirki reiðhallar á Akranesi. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.
Verkefnið felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á burðarvirki úr límtré, klæðningareiningum ásamt tilheyrandi festingum og ytri frágangi mannvirkisins.
Mannvirkið sem um ræðir verður 1250 m2 að stærð, á einni hæð og ætlað til iðkunar hestaíþrótta, þ.e. þjálfunar, kennslu og keppni.
Til samanburðar þá er gólfflötur íþróttahússins við Vesturgötu 20×40 metrar eða 800 fermetrar.