ÍA og Fylkir áttust við í PepsiMax deild karla í knattspyrnu í dag á Jaðarsbakkavelli.
Fyrir leikinn var lið Fylkist með 15 stig eftir 9 leiki í efri hluta deildarinnar en ÍA var með 10 stig eftir 9 leiki í neðri hluta deildarinnar.
Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum úr Árbæ yfir á 39. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik en Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerði tvær breytingar á liðinu í hálfleik.
Steinar Þorsteinsson jafnaði fyrir ÍA á 55. mínútu með góðu skoti, og Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA í 2-1 með marki á 75. mínútu. Fylkismenn jöfnuðu metin þegar 6 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark ÍA með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og tryggði ÍA þrjú dýrmæt stig.