Starfsumhverfiskönnun ríkisins og Sameykis (Gallup) var lögð fyrir starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi s.l. vor.
Í starfsumhverfiskönnuninni er spurt um stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju, stolt og jafnrétti.
Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir starfsfólk og stjórnendur FVA. Í heildarmati er niðurstaðan 3,98 sem er mun betri niðurstaða en árið 2019 þar sem að stigin voru 3,47.
Svarhlutfall í þessari könnun var 60% en var aðeins 39% síðast þegar slík könnun var gerð. Í öllum hlutum könnunarinnar var hækkun frá síðustu könnun. Mesta hækkun fá stjórnun (+1,12 stig), þar á eftir kemur ánægja og stolt (+0,63 stig) og ánægja með launakjör hækkaði um 0,64 stig en sá þáttur starfsins skorar enn lægst af öllum þeim atriðum sem spurt er um í könnuninni.
Helstu tölur og bæting:
Ítarlega greiningu Gallup á svörum FVA í könnuninni Stofnun ársins 2020 er að finna hér.