Hugleiðing og tónlist í Akraneskirkju í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna


Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september ár hvert. Markmið dagsins er að vinna að forvörnum sjálfsvíga, styðja við aðstandendur sem hafa misst ástvini og vini í sjálfsvígi og halda minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, á lofti.

Að þessu tilefni fer fram kyrrðarstund í Akraneskirkju fimmtudaginn 10. september og hefst hún kl. 20.

Sr. Jónína Ólafsdóttir leiðir stundina og Hafdís Huld Þórólfsdóttir mun flytja hugleiðingu.

Um tónlistarflutning sjá þau Baldur Ketilsson, Kristín Sigurjónsdóttir og Sveinn Arnar Sæmundsson.

„Margir þjást vegna sjálfsvíga ástvina. Stund sem þessi er ætluð til að mæta þeim einstaklingum, styðja, styrkja og minnast. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem látnir eru. Hér er tækifæri til að koma saman, hlýða á uppörvandi orð, hugleiðingu aðstandanda og leyfa tónlistinni að hreyfa við okkur,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum viðburðarins.