Heimsóknir á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili eru leyfðar samkvæmt hættustigi almannavarna vegna Covid-19. Í tilkynningu frá stofnunni kemur fram að ef smit á Akranesi reynist útbreitt getur komið til lokunar á Höfða. Staðan er metin daglega og útfrá upplýsingum frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Allt er gert til að vernda viðkvæmasta hópinn gegn hugsanlegu kórónuveirusmiti.
Heimsóknir á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
HÆTTUSTIG almannavarna – COVID-19
- Heimsóknir eru leyfðar á eftirfarandi tíma: Frá kl. 14:00 til kl. 16:00 (vinsamlegast virðið þessa tímasetningu) svo ekki komi til algjörrar lokunar
- Allir gestir eru beðnir að virða 2 metra regluna (nema maki)
- Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.
- Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að aðeins einn komi í heimsókn á dag
- Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:
- Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:
- Ekki fara í stórar veislur, almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.
- Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- Eru í sóttkví.
- Eru í einangrun( einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
- Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 7 dagar frá heimkomu.
- Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
- Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverki, niðurgang ofl.).
- Heimsóknargestir eiga að fara beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum rýmum. Vinsamlega virðið að hér eru íbúar sem kjósa að vera í sóttkví frá utanaðkomandi gestum og þetta er þeirra heimili.
- Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til starfsmaður kemur til hans.
Íbúar mega fara í bíltúr, göngutúr og í heimsóknir með þeim tilmælum að í þessum ferðum hitti íbúar í flestum tilfellum sömu aðila og þá sem koma í heimsókn til þeirra á hjúkrunarheimilið.
Reglur þessar taka þegar gildi.
Fh. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri