Karlalið ÍA í knattspyrnu sigraði Fjölni í gær 3-1 á útivelli í PepsiMax deildinni.
Með sigrinum komst ÍA upp í 7. sæti deildarinnar en falldraugurinn heldur áfram að hrella lið Fjölnis sem er í neðsta sæti deildarinnar.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark ÍA en Tryggvi Haraldsson bætti við tveimur mörkum fyrir ÍA . Þetta var áttunda mark Stefáns á leiktíðinni og Tryggvi hefur skorað alls 10 mörk.
Mörkin eru hér fyrir neðan í samantekt frá Visir.is /Stod2 sport.
ÍA mætir liði Víkings úr Reykavík sunnudaginn 27. september á Akranesvelli. Hefst leikurinn kl. 14.00.