Morgunblaðið hefur í marga áratugi gefið leikmönnum í efstu deild í knattspyrnu einkunn frammistöðu þeirra í leikjum.
Á þessu tímabili er Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson efstur í einkunnargjöf Morgunblaðsins.
Í Morgunblaðinu er hæsta einkunn 3M og hefur Stefán Teitur fengið alls 14 M á þessu tímabili í 18 umferðum.
Þar á eftir með 13 M koma þeir Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) sem er farinn út til Strömsgodset í Noregi í atvinnumennsku, Atli Sigurjónsson (KR), Steven Lennon (FH), Patrick Pedersen (Valur) og Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur Reykjavík).
Þar á eftir koma þeir Aron Bjarnason úr Val og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA með 12 M.