Alls greindust 32 ný Covid-19 innanlandssmit í gær og var helmingur þeirra í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is sem er uppfærður alla daga kl. 11.
Nýgengi smita heldur áfram að hækka og er nú komið í 140 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur.
Sex sjúklingar liggja inni á Landspítalanum, þar af eru tveir á gjörgæslu. Alls eru 551 einstaklingar í einangrun.
Á Vesturlandi greindust tvö ný smit og eru alls 25 í einangrun í landshlutannum og 38 í sóttkví. Í gær, þriðjudaginn 29. september voru 23 í einangrun og 53 í sóttkví.