Framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur tekið þá ákvörðun að gera breytingar á Ungmennadeild UEFA sem Íslandsmeistaralið ÍA/Kári/Skallagrímus í 2. flokki karla 2019 tekur þátt í.
Fyrirhugað var að draga í keppninni á næstu vikum en vegna Covid-19 ástandsins í veröldinni verður því frestað. Keppnin átti að hefjast í lok október en af því verður ekki. Keppnin mun fara fram í mars á næsta ári og verður aðeins einn leikur í hverri umferð sem ræður úrslitum um hvaða lið komast áfram.
ÍA/Kári/Skallagrímur lék í fyrsta sinn í fyrra í þessari keppni og féll liðið úr leik gegn Englandsmeistaraliði Derby County í 2. umferð. ÍA/Kári/Skallagrímur lagði Levadia Tallinn frá Eistlandi 16-1 samanlagt í 1. umferðinni.
Það var í fyrsta sinn sem íslenskt lið komst í gegnum 1. umferðina í þessari keppni. Breiðablik og KR eru einu liðin frá Íslandi sem hafa leikið áður í þessari keppni. Bæði liðin féllu úr leik í 1. umferð, KR árið 2018 og Breiðablik árið 2017.