Glæsileg eign setur ný viðmið á fasteignamarkaði á Akranesi



Fasteignamarkaðurinn á Akranesi hefur verið líflegur á undanförnum misserum. Fasteignaverð hefur hækkað jafnt og þétt, og hlutfallslega einna mest á Akranesi.

Í dag var glæsilegt einbýlishús við Baugalund 12 á Akranesi auglýst til sölu hjá Fasteignasölunni Valfell.

Eftir bestu heimildum Skagafrétta er þetta í fyrsta sinn sem  einbýlishús á Akranesi er boðið til sölu á yfir 100 milljónir kr en verðið á húsinu er 107 milljónir kr.

„Akranes hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem áhugaverður búsetukostur. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir eignum hér á Akranesi – og fjölskyldur af höfuðborgarsvæðinu hafa í auknum mæli leitað á þetta svæði til þess að finna hentugt húsnæði. Eftir því sem ég best veit þá er þá er þessi glæsilega eign við Baugalund 12 fyrsta íbúðarhúsið á Akranesi sem er boðið til sölu á verði sem fer yfir 100 milljónir, segir Hákon Svavarsson eigandi Valfells við Skagafréttir.

Í lýsingu á eigninni á vef Valfells kemur fram að húsið er tæplega 270 fermetrar og þar af 60 fermetra bílskúr.

Hægt er að skoða eignina á vef Valfells með því að smella hér.

Einnig er stórglæsileg þrívíddarkynning á húsinu en þá kynningu er hægt að nálgast hér