Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 19. okt. 2020



Alls greindust 42 einstaklingar með Covid-19 veiruna á Íslandi í gær, þar af voru 11 ekki í sóttkví.

Mun færri sýni voru tekin í gær en að öllu jöfnu eða rétt rúmlega 800.

Alls greindust 22 smit greindust á landamærunum í gær og aldrei hafa jafnmargir greinst þar. Í dag eru 27 einstaklingar á sjúkrahúsi og þrír þeirra eru á gjörgæslu.

Á Vesturlandi eru 16 í einangrun vegna Covid-19 smits og 17 eru í sóttkví. Frá því í gær, sunnudaginn 18. okt., hafa þrír einstaklingar verið greindir með Covid-19 á Vesturlandi.

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar