Tryggvi Hrafn stimplaði sig inn hjá Lilleström með glæsilegu marki



Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lilleström í gær í norsku 1. deildinni.

Markið var stórglæsilegt eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.

Lilleström sigraði Sandnes Ulf 4-2 á heimavelli og heldur enn í vonina um að komast upp í efstu deild.

Tryggvi Hrafn skoraði fyrsta mark leiksins. Lilleström er í næst efsta sæti deildarinnar en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild. Í undanförnum 14 leikjum hefur Lilleström ekki tapað leik.

Lilleström á 9 leiki eftir í deildinni en lokaumferðin fer fram 5. desember.