Nýjustu Covid-19 tölurnar – föstudaginn 6. nóvemberAlls greindust 19 ný Covid-19 smit í gær á Íslandi og þar af voru 12 í sóttkví. Tæplega 1300 sýni voru greind á landinu.

Nýgengi smita heldur áfram að lækka og er sút tala 177,8 en þessi tala fór vel yfir 200 í upphafi þriðju bylgju faraldursins.

Alls eru 78 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og eru fjórir gjörgæslu. Frá því að Covid-19 smit kom fyrst upp á Íslandi fyrr á þessu ári hafa nú yfir 5000 einstaklingar fengið Covid-19 smit á landinu.

Á Vesturlandi eru 23 einstaklingar með Covid-19 smit og 82 eru í sóttkví.

Þrjú ný smit greindust því í landshlutanum í gær, tvö á Akranesi og eitt í Borgarnesi. Ekkert smit er til staðar í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík.